Sakar Símann um blekkingu 2. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson Svokallað Ljósnet Símans er ekki samanburðarhæft við okkar net, segir framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira