Innlent

Gunnar Rúnar alls ófær um að stjórna gerðum sínum

Þrír geðlæknar telja Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa myrt Hannes Helgason ósakhæfan. Talað er um svæsið geðrof á verknaðarstundu í niðurstöðum geðrannsóknar. Aðstandendur Hannesar fagna opnu þinghaldi.

Við fyrirtökuna í dag kom fram að yfirmat tveggja geðlækna sé samhljóma fyrra mati, en þar var niðurstaðan sú að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur. Dómari mun hinsvegar á endanum úrskurða um sakhæfi Gunnars. En hvað þýðir þetta fyrir aðalmeðferð í málinu?

Guðrún Sesselja Arnardóttir verjandi Gunnars Rúnars segir að það sé algengast að dómarar byggi niðurstöðu sína á gögnum frá sérfræðingum, í þessu tilviki séu það þrír virtir geðlæknar sem hafi komist að sömu niðurstöðu.

Fréttastofa hefur umrætt mat ekki undir höndunum en eftir því sem næst verður komist er Gunnar Rúnar talinn hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, er hann framdi verknaðinn, vegna svæsins geðrofs.

Fjölskylda Hannesar er mjög ósátt með þá niðurstöðu. Elsta systir Hannesar sagði meðal annars í yfirlýsingu í héraðsdómi í dag að það væri skrýtið að Gunnar Rúnar gæti samþykkt eða hafnað bótakröfu.

„...en hann er ósakæfur þegar kemur að hrottalegu morði þar sem hann stakk bróður minn tuttugu sinnum, þá er hann ekki sakhæfur, það er soldið skrýtið, það er okkar mat. Það er ekkert meira að segja á þessari stundu, en við erum ánægð að það séu opin réttarhöld, það er eitthvað réttlæti í því."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×