Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla 16. nóvember 2010 06:00 Fáir hafa nýtt sér möguleika á að kjósa utan kjörfundar enn sem komið er. Opnað var fyrir utankjörfundaratkvæði síðastliðinn miðvikudag, en um miðjan dag í gær hafði 121 greitt atkvæði á landinu öllu.Fréttablaðið/Pjetur Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira
Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira