Innlent

Söfnuðu rúmlega hálfri milljón fyrir Barnaspítala Hringsins

Boði Logason skrifar
Við afhendinguna í dag.
Við afhendinguna í dag.
Í dag færðu forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma, Barnaspítala Hringsins að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldin var í Kringlunni í desember. Alls söfnuðust 525 þúsund krónur.

Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í keppninni var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í tilkynningu að gaman hafi verið að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Hann þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að keppninni með Kringlunni.

Mörg fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum en þau eru Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun.

Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum en piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×