Körfubolti

Haukar láta Alyshu Harvin fara eftir þrjá leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alysha Harvin í leik á móti KR.
Alysha Harvin í leik á móti KR. Mynd/Anton

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að leysa Alyshu Harvin undan samning við kvennalið félagsins en þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Haukar verða því án erlendis leikmanns þegar þeir mæta Íslandsmeisturum KR í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna á morgun.

„Ekki hefur verið fundinn eftirmaður fyrir Alyshu og samkvæmt Henning Henningssonar, þjálfara, verður það ekki gert á næstunni," segir í frétt á heimasíðunni.

Alyshu Harvin spilaði aðeins þrjá leiki með Haukum þar af voru tveir þeirra á móti KR. Hún var með 23,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði aðeins 9 stig í Meistarakeppninni á sunnudaginn þar sem hún var einnig með 7 tapaða bolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×