Innlent

Hættulegir smáhundar í umferð

Valur Grettisson skrifar
Umferð. Mynd úr safni.
Umferð. Mynd úr safni.

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem starfsmenn furða sig á því hversu algengt það sé að ökumenn aki með smávaxna hunda í fanginu.

Í tilkynningunni kemur fram að lögregla hafi ítrekað orðið vitni af þessu og finnst ástæða til þess að undirstrika hættuna sem af þessu getur stafað.

Það er tekið fram í umferðarlögum að ökumenn eigi að vera með óskerta athygli við aksturinn. Það má því segja að það sé bannað að vera með gæludýr í fanginu á meðan á akstri stendur því það getur haft mjög truflandi áhrif á ökumenn.

Umferðarstofa hefur reglulega bent á þá hættu sem stafar af lausum farþegum og hlutum í bílum ef óhöpp eiga sér stað og sama á við um laus gæludýr. Ef styggð kemur á dýrin eða óhapp á sér stað getur það skapað, bæði mönnum og dýrum, mikla hættu.

Dýrin skulu höfð í sérstökum öryggisbeltum eða búrum sem hvort tveggja má fá í gæludýrabúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×