Jóhannes Karl Guðjónsson var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði í Carling-bikarkeppninni á Englandi í kvöld. Hann spilaði allan leikinn með Huddersfield sem vann Carlisle 1-0.
Kári Árnason lék með Plymouth sem tapaði fyrir Notts County en Heiðar Helguson var ekki í liði QPR sem taoaði fyrir Port Vale 3-1.
Aron Einar Gunnarsson var ekki með Coventry sem tapaði fyrir Morecombe 2-0. Báðir eru þeir í íslenska landsliðinu sem mætir Liectenstein í vináttuleik annað kvöld.
Af öðrum úrslitum má nefna að Leeds vann Lincoln 4-0, Watford vann Aldershot 3-0, Shrewsbury vann Charlton 4-3 og Southampton vann Bournemouth 2-0.
Jóhannes Karl í sigurliði en Kári í tapliði
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn




„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti


