Innlent

Mikið talað fyrir almennri lækkun vaxta

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Mynd/Pjetur
Hagsmunaaðilar komu saman til samráðsfundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag, þar sem skýrsla sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna var rædd.

„Það voru allir sammála um að þetta væri verkefni sem við þyrftum að leysa þannig að það boðar að eitthvað gerist," sagði Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra, að loknum fundi.

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hafði þetta að segja: „Bankarnir vilja bara gera það sem þeir neyðast til að gera, og það er að afskrifa niður að 110% en ég held að þeir geri sér grein fyrir því að dugar ekki fólkinu hérna úti."

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sagði að enn væru skiptar skoðanir um leiðir. „En þetta er spurning um að ná saman og þessi hópur sem þarna var inni hefur skyldur við fólkið út í samfélaginu að ná saman í þessu máli." Mikið var talað fyrir almennri vaxtalækkun á fundinum.

„Vextir af húsnæðislánum eru mjög háir miðað við aðstæðurnar í samfélaginu í dag, þannig að ég horfi til lífeyrissjóðanna að þeir geti átt ákveðið frumkvæði í því sambandi," sagði forsætisráðherra að loknum fundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×