Erlent

FBI varaði við Videó-Barbie - Barnaníðingar gætu nýtt sér dúkkuna

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur varað við tiltekinni tegund af Barbie dúkku, en dúkkan er í raun vídeó-myndavél. FBI óttast að dúkkan gæti verið notuð af barnaníðingum til þess að lokka börn í því skyni að búa til barnaklám.

Ekki stóð til að varnaðarorð FBI yrðu gerð opinber heldur átti einungis að vara löggæslumenn við mögulegri notkun dúkkunnar. Skilaboðin rötuðu hinsvegar til fjölmiðla fyrir misskilning, að því er fram kemur hjá Reuters.

Talskona á vegum FBI var fljót til að gera lítið úr hættunni og segir að engin skráð tilvik séu um að barnaníðingar hafi nýtt sér dúkkuna til myrkraverka sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×