Innlent

Glæsilegur stjórnlagaþingsvefur í loftið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frambjóðendur eru kynntir með myndrænum hætti á vefnum.
Frambjóðendur eru kynntir með myndrænum hætti á vefnum.

Sex háskólaprófessorar, fjórir bændur og þrír leikstjórar eru á meðal þeirra sem sækjast eftir sæti á Stjórnlagaþingi samkvæmt upplýsingum á vef sem Guðmundur Hreiðarsson forritari hefur sett upp. Á síðunni eru frambjóðendur kynntir með myndrænni hætti en áður.

„Ég er að vinna í Danmörku við smáauglýsingavef, þar sem við erum að leika okkur með svipaða tækni," segir Guðmundur. Hann er búsettur í Árósum. Guðmundur segist vera áhugasamari um tæknina sem hægt er að nota í tengslum við Stjórnlagaþingið en þingið sjálft.

Upplýsingarnar á vefnum eru mjög viðamiklar en þrátt fyrir það segir Guðmundur að það hafi ekki tekið neitt sérstaklega langan tíma að setja vefinn upp.

Á vefnum er til dæmis hægt að finna frambjóðendur eftir starfsstétt, aldri, kyni eða búsetu. Þá er hægt að lesa um helstu stefnumál frambjóðendanna.

Fram að kosningu verður tengill á síðuna aðgengilegur í kassa vinstramegin á forsíðu Vísis.



Smelltu hér til að fara á vefinn.











Fleiri fréttir

Sjá meira


×