Innlent

Nýtt félag stofnað um vestræna samvinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er formaður nýja félagsins.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er formaður nýja félagsins.
Varðberg - samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál heitir félag sem stofnað var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu í dag.

Með félaginu renna félögin Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg saman í eitt. Tilgangur Varðbergs er einkum að beita sér fyrir umræðum og kynningu á alþjóðamálum, einkum þeim þáttum þeirra sem snúa að öryggis- og varnarmálum á norðurhveli jarðar.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er formaður félagsins. Stjórn félagsins til næstu tveggja ára er annars skipuð svona:

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, formaður.

Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra.

Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður.

Kjartan Gunnarsson lögfræðingur.

Margrét Cela, doktorsnemi í alþjóðasamskiptum, formaður NEXUS, rannsóknarvettvangs fyrir öryggis- og varnarmál.

Tryggvi Hjaltason, öryggis- og greiningafræðingur.

Þuríður Jónsdóttir, lögfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×