Erlent

Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki

Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag.

Forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt, fordæmdi árásinar í dag og sagði árásina óásættanlega og sérstaklega í ljósi þess að Svíþjóð er lýðræðisríki sem er opið fyrir öllum menningarbrotum.

Hann sagði lýðræðið í Svíþjóð virka vel því ættu þeir sem hafa þörf fyrir að gagnrýna það sem miður fer að gera það án þess að beita ofbeldi.

Lögreglan telur ekki ólíklegt að maðurinn sem fannst látinn á vettvangi hafi verið einn að verki.

Lögreglan útilokar þó ekki neitt. Fjölmiðlum og lögreglu bárust bréf rétt áður en árásin átti sér stað í gær þar sem fram kom að hryðjuverkin færu framin vegna veru sænskra hermanna í Afganistan og skopmyndar sem Lars Vilks teiknaði.

Tveir bílar voru sprengdir í loft upp í gær en hryðjuverkamaðurinn virðist hafa sprengt sig sjálfan með rörasprengju. Hann lést samstundis.




Tengdar fréttir

Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara

Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×