Erlent

Sex klukkustunda gömlu barni rænt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leitarhundar hafa verið notaðir til að finna barnið. Mynd/ afp.
Leitarhundar hafa verið notaðir til að finna barnið. Mynd/ afp.
Umfangsmikil leit að litlu barni var sett af stað í Þýskalandi í dag. Barninu var rænt af spítala í Frankfurt í dag.

Atburðarrásin virðist hafa verið með þeim hætti að tvær konur, sem þóttust vera starfsmenn spítalans, komu inn á sjúkrastofu þar sem móðir barnsins lá um hálftólf að íslenskum tíma og tóku barnið. Einungis sex klukkustundir voru þá liðnar frá fæðingu barnsins. Móðirin hélt að konurnar tvær hefðu tekið barnið til þess að mynda það, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Leitarhundar hafa verið notaðir ásamt björgunarþyrlu til að hafa upp á barninu en enn hefur það ekki fundist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×