Innlent

Da Vinci fléttan: „Svindlarar af hæstu gráðu“

Roger Davidson. Vickram Bedi stendur við hlið hans.
Roger Davidson. Vickram Bedi stendur við hlið hans.
Roger Davidson, píanistinn og milljarðaerfinginn sem Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi eru sökuð um að hafa féflétt, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist vera fórnarlamb svindlara af hæstu gráðu. Parið er sakað um að hafa haft af Davidson fúlgur fjár, að minnsta kosti sex milljónir dollara, með því að sannfæra hann um að lífi hans væri ógnað af pólskum munkum með tengsl við Opus Dei samtökin.

Vickram Bedi lét hinsvegar hafa eftir sér í gær að Davidson hafi af fúsum og frjálsum vilja látið sig hafa peningana fyrir að koma í veg fyrir að upplýsingar úr tölvu Davidson, sem var sýkt af tölvuveiru, kæmust í hendur yfirvalda. Á tölvunni voru að sögn Vickrams, tónsmíðar píanistans, gríðarlegt magn af klámi, og tölvupóstar frá Davidson til lögfræðinga sinna þar sem lagt var á ráðin um að koma 400 milljónum bandaríkjadala til Bandaríkjanna frá skattaskjólum í Evrópu.

Upplýsingafulltrúi Davidsons sendi frá sér yfirlýsingu til þess að bregðast við þessu í gær: „Þessir þjófar eru ekki venjulegir tölvuviðgerðarmenn eins og sumir miðlar hafa haldið fram," segir meðal annars. „Þau hafa rekið umsvifamikla þjónustu sem sérhæfði sig í tölvuöryggi á Internetinu. Þau öðluðust traust Davidsons með því að vefa flókið net lyga um leið og þau ræktuðu nána vináttu við hann. Hr. Davidson er virtur tónlistarmaður sem lenti í því að veira fór í tölvu hans. Á tölvunni var stór hluti ævistarfs hans á tónlistarsviðinu og lagði hann mikla áherslu á að því yrði bjargað," segir ennfremur. „Því miður, eins og á við mörg okkar, er hann ekki þjálfaður tölvusérfræðingur."

Þá segir að helsta markmið Davidsons sé að aðstoða saksóknarann í Westchester sýslu við vinnslu málsins til þess að glæpamennirnir fái sína refsingu og til þess að hann fái peninga sína til baka. Að hans sögn hefur allur sannleikur málsins enn ekki komið í ljós, en að það muni gerast við málflutninginn. „Þangað til óskar Davidson eftir því að einkalíf hans og fjölskyldu verði virt á þessum erfiðu tímum."


Tengdar fréttir

Faðir Helgu: „Ég trúi á sakleysi hennar"

Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram.

Da Vinci fléttan: Helga og Vickram funduðu með Obama

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fryst allar eigum Vicram Bedi, unnusta Helgu Ingvarsdóttir, en parið er í varðhaldi í Bandaríkjunum sakað um hafa svikið hundruðir milljóna út úr aukýfingnum Roger Davidson.

Da Vinci fléttan: Unnu náið með fórnarlambinu

Í bæklingi frá Universal Sacred Music kemur fram að Helga Ingvarsdóttir gengdi stöðu gjaldkera í stjórn félagsins. Forseti samtakanna er Roger Davidson og unnusti Helgu, Vickram Bedi er varaforseti.samtakanna sem snúast um trúarlega klassíska tónlist.

Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera

Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu.

Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum

Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð.

Da Vinci fléttan: Demókratar gefa góðgerðarsamtökum framlagið

Framlag Vickrams Bedi til kosningasjóðs Demókrataflokksins í Bandaríkjunum verður gefið góðgerðarsamtökum, eftir að upp koms um meinta fjárkúgun Bedi og Helgu Ingvarsdóttur. Þau eru grunuð um að hafa haft milljónir dollara af auðkýfingnum Roger Davidson.

Sagði föður Helgu hafa afneitað dóttur sinni

Vickram Bedi er sagður hafa sannfært auðkýfinginn Roger Davidson um að faðir Helgu Ingvarsdóttur, Ingvar J. Karlsson, hefði afneitað henni. Roger er sagður hafa gefið Helgu 200 milljónir króna í gjöf þar sem fréttirnar hafi fengið mjög á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×