Innlent

Starfsmönnum Landspítala fækkar um allt að 100

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, kynnir rekstur hans fyrir starfsmönnum í dag. Mynd/ Anton Brink.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, kynnir rekstur hans fyrir starfsmönnum í dag. Mynd/ Anton Brink.
Gert er ráð fyrir að starfsmönnum Landspítalans muni fækka um 70 til 100 á næsta ári en þeim hefur fækkað um tæplega 700 á liðnum misserum.

Þetta kemur fram í máli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans. Hann kynnir rekstraráætlun spítalans á næsta ári fyrir starfsmönnum hans í dag. Landspítalinn mun þurfa að lækka rekstrarkostnað á næsta ári um 850 milljónir.

Björn gerir ráð fyrir að rúmum verði fækkað, starfsmönnum verði fækkað og yfirvinna verði minni. Þá verði minna ráðið vegna sumarafleysinga en áður. Einnig verði dregið úr kostnaði vegna prentunar og kaupum áskrifta á bókasafni. Björn gerir einnig ráð fyrir að minna fé verði varið í kaup á erlendum rannsóknum, námsferðakostnaður lækki, innheimta spítalans verði efld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×