Innlent

Fá bara ýsu í netin en eiga ekki kvóta

Smábátasjómenn frá Hólmavík og Drangsnesi við Húnaflóa geta ekki lengur róið til þorskveiða, þar sem þeir fá nánast ekkert nema ýsu, en þeir eiga ekki ýsukvóta og ómögulegt er að fá hann leigðan.

Sára lítið var af ýsu í flóanum þau ár, sem notuð voru til viðmiðunar við kvótaúthlutun á sínum tíma, og því fegnu bátar þar lítinn ýskukvóta. Nú er flóinn hinsvegr fullur af ýsu, að sögn heimamanna, og leigumarkaðurnn botn frosinn, eins og það er orðað.

Því er ekki hægt að róa án þess að gerast brotlegur, annað hvort fyrir brottkast, eða veiðar umfram aflaheimildir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×