Innlent

Seljaskóli vann Skrekk árið 2010

Vinningsatriðið frá því í fyrra. Þá vann Laugalækjarskóli en hann endaði í 3. sæti í ár. Mynd/Helga Björnsdóttir.
Vinningsatriðið frá því í fyrra. Þá vann Laugalækjarskóli en hann endaði í 3. sæti í ár. Mynd/Helga Björnsdóttir.

Fagnaðarlætin voru gífurleg þegar að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti að Seljaskóli hefði unnið Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir Grunnskólana í Reykjavík, árið 2010.

Jón sagði rétt áður en hann tilkynnti úrslitin að það gætu ekki allir verið „gordjöss", en það gætu allir verið fyndnir. Þá sagði hann að árangur væri ekki heppni heldur væri það æfing og vinna.

Keppninni var sjónvarpað í beinni útsendingu á Skjá einum og var Borgarleikhúsið troðfullt af kátum unglingum sem hvöttu skóla sína til dáða.

Í öðru sæti varð Breiðholtsskóli og í því þriðja Laugarlækjarskóli, sem vann í fyrra.

Skólarnir sem kepptu til úrslita í kvöld voru Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Seljaskóli og Ölduselsskóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×