Erlent

Ekki talin frekari þörf fyrir neyðarlög

Neyðarástandi var lýst yfir á Taílandi fyrir átta mánuðum.mynd/ap
Neyðarástandi var lýst yfir á Taílandi fyrir átta mánuðum.mynd/ap
Átta mánaða neyðarástandi á Taílandi verður aflétt í dag. Var það sett eftir að mikil mótmæli brutust út í Bangkok, höfuðborg landsins, þar sem yfir níutíu manns létust.

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, segir stjórnvöld í landinu ekki telja frekari þörf á hinum ströngu öryggisráðstöfunum sem settar voru á í apríl þegar stjórnarandstæðingar hófu hávær mótmæli á götum borgarinnar. Taílenski herinn náði að leysa mótmælin upp eftir rúman mánuð.

Abhisit sagði í síðustu viku að stjórnvöld væru enn uggandi vegna áframhaldandi óróa í samfélaginu vegna pólitískrar andstöðu. Rauðliðarnir, andófshreyfingin sem hóf mótmælin í apríl, efndu þó til friðsamra mótmæla á sunnudag og er talið að um 10.000 manns hafi mætt í Bangkok þar sem allt fór friðsamlega fram.

Taílensk stjórnvöld hafa tekið fram að ef ástandið versni á einhvern hátt eftir að neyðarástandi verði aflétt, muni lögin verða endurvakin. Á meðan neyðarástand ríkir geta stjórnvöld meðal annars sett útgöngubann og takmarkað umferð og samgöngur í landinu.- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×