Innlent

Birgitta Jónsdóttir: Brast í grát yfir ræðu Ólafs Ragnars

Birgitta Jónsdóttir t.h.
Birgitta Jónsdóttir t.h.

„Ég er í hamingjukasti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, og bætir við að synjun Forseta Íslands á staðfestingu á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave sé ólýsanleg tilfinning.

„Ég brast í grát yfir ræðunni," segir Birgitta sem upplifði mikinn tilfinningarússibana á meðan Ólafur Ragnar tilkynnti í ræðu sinni að hann hygðist vísa lögum um ríkisábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Þetta er sigur lýðræðis og aldrei hefur einn maður gert jafn mikið fyrir lýðræðið og Ólafur Ragnar í dag," segir Birgitta en Hreyfingin hefur barist hart gegn ríkisábyrgð vegna Icesave og nú er Birgitta og félagar hennar í Hreyfingunni að uppskera árangur erfiðis síns.

Spurð hvort synjun forsetans leiði ekki af sér pólitíska kreppu ofan á þá efnahagslegu hér landi, segir Birgitta að enginn hafi kalllað eftir afsögn ríkisstjórnar annar en hún sjálf.

„Þetta er þeirra sjálfskaparvíti, þeir þurfa sjálfir að krafsa sig upp úr því," segir Birgitta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×