Erlent

Reykur í stjórnklefa Qantas breiðþotu

Óli Tynes skrifar
Boeing 747 frá Qantas.
Boeing 747 frá Qantas. Mynd/Quantas

Boeing 747 breiðþota frá Ástralska flugfélaginu Qantas sneri aftur til Sydney í dag vegna reyks í stjórnklefanum. Vélin var á leið til Buenos Aires með 221 um borð. Flugmennirnir urðu varir við reykinn fljótlega eftir flugtak. Þeir settu á sig súrefnisgrímur og fengu heimild til að snúa tafarlaust við til Sydney.

Fyrir lendingu slepptu þeir eldsneyti yfir hafi til þess að létta vélina. Lendingin tókst vel og í ljós kom að reykurinn var vegna smávægilegrar bilunar í rafkerfi í mælaborðinu. Þetta er í fimmta skipti á skömmum tíma sem flugvél frá Qantas þarf að snúa aftur vegna bilunar. Mesta athygli vakti þegar mikil sprenging varð í hreyfli á Airbus 380, en það eru stærstu farþegaþotur heims.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×