Erlent

Vilhjálmur bað Kate í Kenía

Turtildúfurnar Kate og Vilhjálmur ætla að gifta sig næsta vor eða næsta sumar.
Turtildúfurnar Kate og Vilhjálmur ætla að gifta sig næsta vor eða næsta sumar. Mynd/AFP
Kate Middlestone sagði í viðtali við breska fjölmiðla í kvöld að það hún hafi verið feimin við Vilhjálm prins fyrst þegar hún hitti hann fyrir átta árum. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag og er áætlað að brúðkaupið verði haldið næsta vor eða sumar.

Prinsinn bað stúlkunnar er þau voru á ferðalagi í Keníu í síðasta mánuði. Hringurinn sem Kate ber er demantshringur sem Karl Bretaprins, gaf móður Vilhjálms, Díönu prinsessu, árið 1981.

Í viðtalinu í kvöld sögðust þau hafa kynnst fyrir átta árum þegar þau stunduðu nám við St. Andrews í Skotlandi. Í fyrstu hafi þau bara verið vinir sem höfðu sömu áhugamál. Síðan hafi þau flutt inn saman og þá hafi ástin kviknað.

Vilhjálmur sagðist hafa hugleitt það að biðja Kate nokkuð lengi en það hafi tekið tíma að fá sig til að fara á skeljarnar. Hann sagðist hafa haft hringinn í vasanum í þrjár vikur og í Afríku hafi hann einfaldlega látið flakka.

„Þetta er rétti tíminn fyrir trúlofunina, við erum bæði mjög hamingjusöm," sagði Vilhjálmur.

Kate var spurð að því hvort að, sú saga væri rétt sem gengi manna á milli, að hún hefði haft plakat af Vilhjálmi upp á vegg hjá sér þegar hún var yngri. Áður en Kate gat svarað, sagði Vilhjálmur að það væri ekki rétt, það hafi ekki verið eitt plakat - heldur tíu. Kate tók af honum orðið og sagði að sú saga væri ekki rétt. Heldur hafi plakatið verið af karlkyns fyrirsætu í Levi's gallabuxum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×