Innlent

Helstu fjárfestar geirans verða viðstaddir

Starfsfólk ReMake Electric tekur við Gullegginu við hátíðlega athöfn í apríl.
Starfsfólk ReMake Electric tekur við Gullegginu við hátíðlega athöfn í apríl.
Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátækni­lausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, nú staddur í Kísildalnum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir fyrirtækisins. Úrslitin eru hluti af alþjóðlegu athafnavikunni.

ReMake Electric sigraði í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit fyrir íslensk sprotafyrirtæki, í apríl síðastliðnum. Í haust fjárfestu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Eyrir Invest í uppbyggingu fyrirtækisins á alþjóðavísu.

„Það getur án vafa opnað margar dyr fyrir íslenskt sprotafyrirtæki að komast í snertingu við alþjóðlega fjárfesta og mögulega viðskiptavini í Bandaríkjunum í gegnum virta keppni sem þessa,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit og stjórnarmaður í Nordic Cleantech Open.

„Keppnin hefur gott orðspor og þarna verða samankomnir fremstu fjárfestar í geiranum ásamt fulltrúum stórfyrirtækja sem eru í leit að nýjum og grænni tæknilausnum en áður hafa þekkst.“ - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×