Innlent

Dagur íslenskrar tungu í dag

Jónas Hallgrímsson fæddist 16. nóvember 1807
Jónas Hallgrímsson fæddist 16. nóvember 1807
Degi íslenskrar tungu er fagnað í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Hægt er að fagna deginum með margvíslegu móti, til dæmis upplestri, ritunarsamkeppni, verðlaunum og viðurkenningum, handritasýningum, bókakynningum, samkomum af ýmsum toga og tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé nefnt.

Degi íslenskrar tungu var nýlega bætt við íslensku fánadagana og skal því draga fána að hún við hús opinberra stofnana í dag..

Viðamikil dagskrá er víða um land í tilefni dagsins. Þar má nefna að Borgarbókasafn stendur fyrir lestrarmaraþoni, þar verður uppáhaldsorðið valið og heimildamynd um Jónas Hallgrímsson sýnd í aðalsafninu. Í Bókasafni Kópavogs heldur Bjarni E. Sigurðsson erindi um Njálu og Þjóðmenningarhús heldur Jónasarvöku með fjölbreyttum erindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×