Erlent

Brúðkaup haldið á næsta ári

Vilhjálmur prins og Kate Middleton skýrðu opinberlega frá trúlofun sinni í gær.nordicphotos/AFP
Vilhjálmur prins og Kate Middleton skýrðu opinberlega frá trúlofun sinni í gær.nordicphotos/AFP
Bretar fylgdust spenntir með þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, unnusta hans til margra ára, skýrðu frá trúlofun sinni í gær. Tíðindin kættu þjóðina og foreldrar unnustunnar, þau Carole og Michael, sögðust ákaflega ánægð með að fá prinsinn í fjölskylduna.

Vilhjálmur bar fram bónorðið þegar þau voru á ferðalagi í Keníu í síðasta mánuði og gaf henni trúlofunarhring sem móðir hans, Díana prinsessa, hafði átt.

Stefnt er á hjónaband næsta vor eða sumar, og eiga Bretar þá líklega von á stærstu brúðkaupsathöfn þjóðarinnar síðan Díana giftist Karli prins árið 1981.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að þegar tíðindin af trúlofuninni hafi borist inn á ríkis­stjórnarfund hafi þeim verið tekið af miklum fögnuði og ráðherrarnir barið mikið í borðin til að lýsa ánægju sinni.

Ekki veitir af ánægjulegum tíðindum í Bretlandi, nú þegar efnahagsástandið er heldur bágborið og fréttir berast helst af niðurskurði og óvissu um framtíðina.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×