Innlent

Dró sér tæpar 18 milljónir frá Íslenskri getspá

Erla Hlynsdóttir skrifar
Fyrrverandi umsjónarmaður sölukassa fyrir lottó og íþróttagetraunir var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér tæpar 18 milljónir króna úr kössunum. Maðurinn starfaði í Happahúsinu í Kringlunni þar sem hann hafði umsjón með sölukössum fyrir Íslenska getspá. Féð dró maðurinn  sér á um tveggja mánaða tímabili frá 9. ágúst til 4. október 2008.

Íslensk getspá krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur til að endurgreiða féð ásamt dráttarvöxtum og samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur þá kröfu. Að auki greiðir maðurinn hundrað þúsund króna málskostnað Íslenskrar getspár.

Maðurinn játaði skýlaust brot sinn. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×