Erlent

Segir Rússland og Hvíta-Rússland orðin hrein mafíuríki

Háttsettur spænskur saksóknari sagði við bandaríska sendiráðsmenn í Madrid að Rússland, Hvíta-Rússland og Tjetjenína væru orðin að hreinum mafíuríkjum.

Þetta kemur fram í þeim sendiráðaskjölum sem Wikileaks hefur birt. Meðal annars er þar að finna vangaveltur um tengsl Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands við mafíuna en valdamikill viðskiptamaður í Úkraníu fullyrðir að þau tengsl séu til staðar.

Spænski saksóknarinn hefur rannsakað starfsemi rússnesku mafíunnar á Spáni. Hann telur að Alexander Litvinenko fyrrum KGB njósnari hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að leyniþjónustan stjórnaði mafíunni í Rússlandi. Litvinenko var myrtur með geislavirku efni fyrir þremur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×