Innlent

Innbrotum fækkar verulega á höfuðborgarsvæðinu

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 29% frá árinu 2009 og fjöldi þeirra er nú svipaður og 2008 en mesta fækkunin í ár varð í janúar og september. Frá ársbyrjun til októberloka fækkaði innbrotum hlutfallslega mest í stofnanir og verslanir í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á umræddum tíma fækkaði innbrotum á heimili um fjórðung, eða 26%, og enn meira þegar um ökutæki var að ræða, eða 34%. Fækkun innbrota er mismikil eftir hverfum eða svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×