Innlent

Rammar fara í endurvinnslu

Rammarnir verða sendir í endurvinnslu. Fréttablaðið/Vilhelm
Rammarnir verða sendir í endurvinnslu. Fréttablaðið/Vilhelm
Þrátt fyrir alla þá fjölmörgu sexstrendinga sem áttu að þekja tónlistarhúsið Hörpu og reyndust gallaðir stefnir stjórn félagsins Totusar ohf., fasteignafélagsins sem reisir tónlistarhúsið, á að opna Hörpu á tilsettum tíma í vor.

Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Totusar, segir að megnið af römmunum muni enda sem hefðbundinn brotamálmur í endurvinnslu. „Við erum búnir að hafna þessum gölluðu römmum og ég reikna með því að verktakarnir sendi þetta í endurvinnslu þar sem þetta verður brætt,“ segir hann. „Það er ljóst að það verður mikið að gera á síðustu mánuðunum í framkvæmdunum, en við stefnum ótrauð á opnunartímann.“ - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×