Erlent

Líf evrusvæðisins sagt í húfi

Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands kemur til fundar í Brussel.
nordicphotos/AFP
Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands kemur til fundar í Brussel. nordicphotos/AFP
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var ómyrkur í máli við upphaf fundar evru­ríkjanna í Brussel í gær, þar sem fjárhagsvandi Írlands var til umræðu.

„Við verðum öll að vinna saman til að lifa af með evrusvæðið,“ sagði Van Rompuy, „því ef við lifum ekki með evru­svæðið lifum við ekki með Evrópusambandið.“

Írar standa fast við það að þiggja ekki aðstoð, þótt ESB hafi á fundinum lagt hart að þeim að tryggja að írskir bankar fari ekki á hausinn, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir evruna. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×