Innlent

Gamla fólkið verði ekki sent í burtu

Þingmenn Norðausturkjördæmis og heilbrigðisráðherra tóku í gær við mótmælum 400 Vopnfirðinga. fréttablaðið/valli
Þingmenn Norðausturkjördæmis og heilbrigðisráðherra tóku í gær við mótmælum 400 Vopnfirðinga. fréttablaðið/valli
„Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sundabúð verði ekki lokað.“

Þetta segir Ólafur Ármannsson frá Vopnafirði, sem ásamt Unu B. Jónsdóttur afhenti í gær heilbrigðisráðherra og þingmönnum Norðausturkjördæmis mótmæli 400 Vopnfirðinga vegna boðaðrar lokunar legudeildar­innar Sundabúðar. Þar búa ellefu eldri borgarar sem flytja átti til Egilsstaða eða Seyðisfjarðar.

Ólafur segir stjórnmálamennina hafa gefið til kynna að góð lausn fyndist. Þeir sæju að sökum aðstæðna, ekki síst landfræðilegra, gengju þessi áform ekki upp.

- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×