Innlent

Dorrit með sýnikennslu í kvöld

Forsetafrúin ætlar að skella á sig svuntu og hjálpa Sollu Eiríks við matargerð á Gló í kvöld.
Forsetafrúin ætlar að skella á sig svuntu og hjálpa Sollu Eiríks við matargerð á Gló í kvöld.

Solla Eiríks hráfæðisgúrú og Dorrit Moussaieff forsetafrú þjófstarta alþjóðlegu athafnavikunni með léttri sýnikennslu í matargerð með nýsköpunarívafi á veitingastaðnum Gló í Laugardal kl 18. í kvöld.

Þær ætla að bjóða upp á heilsudrykk og nota afgangana sem til falla við gerð drykkjarins til að gera glútenfrítt heilsukex.

„Ég var valin talsmaður alþjóðlegrar athafnaviku sem hefst í næstu viku og hefur þemað matur," segir Solla spurð hvernig þetta hafi komið til.

„Og Dorrit er fastagestur hjá okkur svo mér datt í hug að fá hana með mér í að gera eitthvað skemmtilegt. Hún var meira en til í það, vildi endilega fá að skella á sig svuntu og skera gúrkur með mér. Hún hafði hins vegar öðrum hnöppum að hneppa í athafnavikunni sjálfri svo við ákváðum að taka forskot á sæluna. Vonandi verður þetta inspírasjón fyrir fólk til að þora að gera tilraunir með hráfæði." - fsb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×