Erlent

Öngþveiti á vegum Danmerkur vegna snjókomu

Búist er við miklu öngþveiti á flestum vegum í Danmörku í dag vegna mikillar ofankomu og skafrennings. Lögreglan á Mið og Vestur Jótlandi þurfti að óska eftir aðstoð frá danska hernum vegna ófærðarinnar í nótt.

Snjóplógar hafa unnið á fullu frá því í gærkvöldi en vandinn er að fljótt skefur í vegina eftir að búið er að plægja þá. Veðurspáin fyrir daginn lofar ekki góðu, áframhaldandi snjókomu og skafrenning í nær öllu landinu utan Norður Jótlands sem virðist ætla að sleppa við þetta veður.

Þar sem búist var við þessu veðri notaði fjöldi Dana tækifærið í gær til að ferðast milli landshluta með lestum en alls fluttu þær 40.000 farþega yfir daginn sem er met.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×