Innlent

Kveikt í tveimur bílum með hálftíma millibili

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt en það var kallað út rétt fyrir klukkan sex í morgun til þess að slökkva í logandi bifreið í Heiðmörk.

Um tuttugu mínútum síðar var slökkviliðið kallað að Vallarhverfinu í Hafnarfirði til þess að slökkva eld í öðrum logandi bíl.

Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins segir málið sérkennilegt en það er nú inni á borði lögreglunnar. Talið er að bílarnir hafi verið í ágætu standi áður en kveikt var í þeim.

Sjúkraflutningamenn höfðu svo meira en nóg að gera í nótt. Alls fóru þeir í 25 útköll sem þykir talsvert á nótti sem slíkri. Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarvarðstjóra voru mörg tilfellin tengt drykkjulátum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×