Innlent

Almenn leiðrétting skynsamlegust

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar telja að almenn leiðrétting lána sé sú aðgerð sem skynsamlegast sé að ráðast í samhliða sértækum úrræðum fyrir þá sem almenn leiðrétting dugar ekki til hjá. Þingmennirnir telja að með þeirri nálgun megi leggja grunn að þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hreyfingunni.

Í síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld sérfræðingahóp um skuldavanda heimilanna til að meta kostnað af ýmsum þeim leiðum sem í umræðu hafar verið til lausnar á skuldavanda heimilanna. Tillögur hópsins voru kynntar í gær. Að mati sérfræðingahópsins er flöt niðurfærsla skulda mjög dýr aðgerð sem skilar í raun svipuðum eða minni árangri og aðgerðir á borð við hækkun vaxtabóta eða sértæka skuldaaðlögun.

Í yfirlýsingu Hreyfingarinnar segir: „Harður áróður hefur verið rekinn fyrir því að almenn leiðrétting sé ófær vegna meints kostnaðs ríkissjóðs og lífeyrissjóða við þá aðgerð. Í því samhengi vilja þingmenn Hreyfingarinnar koma á framfæri að kostnaður ríkissjóðs við almenna leiðréttingu lána er óverulegur og hlutur lífeyrissjóða vel viðráðanlegur án þess að til skerðinga á lífeyrisréttindum komi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×