Innlent

Bandarískum ferðamönnum fjölgar - Bretum fækkar

MYND/Stefán Karlsson.

Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári að því er fram kemur í tilkynningu frá ferðamálastofu. Veruleg aukning hefur verið í fjölda gesta frá N-Ameríku eða um 20%. „Gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað"," segir ennfremur um leið og þess er getið að Bretum fækkar um um tæp 16%.

„Alls hafa 440.445 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 447 þúsund gestir farið frá landinu," segir einnig. „Um er að ræða 1,5% fækkun milli ára. Fækkun hefur verið frá öllum mörkuðum nema N-Ameríku en þaðan hefur gestum fjölgað umtalsvert það sem af er ári eða um 16,4%."

Þá kemur einnig fram í tölunum að mun fleiri Íslendingar eða 26% fleiri fóru utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra, 24.500 fóru utan í nóvember síðastliðnum en 19.500 í fyrra. „Frá áramóum hafa 35 þúsund fleiri Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra. 273.500 hafa farið utan í ár en í fyrra höfðu 238.400 farið utan á sama tíma."



Á vefsíðu Ferðamálastofu er nánar rýnt í tölurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×