Innlent

Tíu dagar milli tunnutæminga

Lagt er til að öll reykvísk heimili byrji að flokka sorp sitt í tvo flokka á næsta ári.
Lagt er til að öll reykvísk heimili byrji að flokka sorp sitt í tvo flokka á næsta ári.
Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er lagt til að sorpílát verði að hámarki sótt fimmtán metra inn á lóð en að fólk geti keypt viðbótarþjónustu þar sem ílát séu sótt lengra. Þá verði sorpi skipt í tvo flokka við öll heimili á næsta ári. Árið 2013 verði síðan hafin söfnun og vinnsla á lífrænum eldhúsúrgangi. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×