Erlent

Norskir skúrkar falsa IKEA gjafakort

Óli Tynes skrifar
IKEA verslanir eru eins um allan heim.
IKEA verslanir eru eins um allan heim.

Óprúttnir náungar hafa reynt að svindla á fólki með því að senda tölvupóst þar sem segir að það hafi lent í lokaúrtaki í samkeppni um veglegt gjafakort hjá IKEA í Noregi. Fólk er beðið um að svara nokkrum laufléttum spurningum og að gefa upp farsímanúmer sitt.

Óþjóðalýðurinn hefur svo bætt 180 norskum krónum á mánuði við símareikning viðkomandi. Það eru um 3400 íslenskar krónur. Ekki er vitað til að þetta hafi verið gert annarsstaðar en í Noregi en nú er semsagt búið að aðvara ykkur, ef þið fáið óvæntan glaðning frá IKEA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×