Innlent

Jón Gnarr krafinn svara vegna samgöngumiðstöðvar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri á Akureyri.
Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri á Akureyri.
„Við virðum að þetta er ákvörðun borgarinnar en það eru vonbrigði að samgöngumiðstöð skuli ekki rísa, segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Vísi.

Hann, ásamt bæjarstóranum á Fljótsdalshéraði og bæjarstjórum á Ísafirði og í Vestmannaeyjum áttu fund með Jóni Gnarr borgarstjóra í dag. Fundurinn var haldinn í framhaldi af erindi sem bæjarstjórarnir sendu borgarstjóra til að krefja hann um afstöðu til þess hvort samgöngumiðstöð myndi rísa.

Eiríkur segir að fundarefnið hefði breyst svolítið eftir að fjölmiðlar greindu frá því að samgöngumiðstöð hefði verið slegin út af borðinu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að menn hafi verið sammála um það að samgöngumiðstöðin og flugvöllurinn í Vatnsmýri væru ekki einkamál Reykvíkinga heldur snertu líka íbúa utan höfuðborgarsvæðisins.

„Mér finnst bara skipta máli að báðir þessir aðilar, það er að segja höfuðborgin og landsbyggðin, ef aðila skyldi kalla, séu farnir að tala saman um þessa hluti. Að við séum ekki að gera þetta í einhverjum skeytastíl eða að stilla okkur upp sem andstæðum pólum," segir Eiríkur í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×