Innlent

"Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið"

Ósar Markarfljóts. Mynd/ Rósa.
Ósar Markarfljóts. Mynd/ Rósa.

Ákvörðun um að færa ósa Markarfljóts kann að stangast við vatnalög, frá árinu 1923. "Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið," er lykilákvæði vatnalaga en í 7. grein er lagt bann við því að breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, nema fyrir liggi sérstakt leyfi iðnaðarráðherra eða lagaheimild Alþingis.

Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis, segir ekkert erindi um færslu ósa Markarfljóts hafa borist ráðuneytinu. Hann bendir jafnframt á að 75. grein vatnalaga hljóti að koma til skoðunar í þessu tilviki en hún heimilar ríkinu, héruðum, vatnafélögum og einstökum mönnum að breyta vatnsfarvegum "í því skyni að verja land eða landsnytjar við spjöllum af landbroti eða árennsli vatns".

Það er síðan túlkunaratriði hvort "landsnytjar" megi heimfæra upp á Landeyjahöfn í þessu tilviki. Lagagreinin kveður jafnframt á um það að aðeins megi framkvæma verkið ef leyfi ráðherra liggur fyrir.








Tengdar fréttir

Ákvörðun um færslu Markarfljóts veldur uppnámi

Ákvörðun samgönguráðherra í gær að færa ósa Markarfljóts um tvo kílómetra olli uppnámi í stjórnkerfinu í morgun. Umhverfisráðuneytið spurðist fyrir um hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat og sveitarstjóri Rangárþings eystra boðaði til skyndifundar en hann bendir á að leita þurfi samþykkis fjögurra landeigenda.

Landeyjahöfn enn til vandræða

Síðasta ferð Herjólfs frá Eyjum til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar við höfnina og óveðurs. Fyrstu tvær ferðirnar í dag falla líka niður af sömu orsökum og verður ekki farið til Þorlákshafnar í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×