Innlent

Fundað um færslu Markarfljóts

Ekki er auðhlaupið að því að færa ósa Markarfljóts, eins og Siglingastofnun boðaði í gær, sem lið í því að bjarga Landeyjahöfn. Athugasemdir hafa birst í dag um að slík framkvæmd kunni að þurfa að fara í umhverfismat og skipulagsferli, brjóti hugsanlega gegn vatnalögum og að afla verði samþykkis landeigenda.

Sveitarstjóri Rangárþings eystra, Ísólfur Gylfi Pálmason, hefur vegna þessarar óvissu boðað alla þá sem hlut eiga að máli til fundar á mánudag til að móta næstu skref. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland undir Eyjafjöllum. Meðal þeirra sem boðið er til fundarins eru fulltrúar Siglingastofnunar, sveitarfélagsins, landeigenda, Skipulagsstofnunar og almannavarna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×