Innlent

Regnbogamaðurinn heimsækir menntskælinga í kvöld

Til landsins er kominn hinn víðfrægi Paul Louis Vasquez eða „Rainbow Man" en til stendur að gera hann að verndara nemendafélags Menntaskólans Hraðbrautar í kvöld. Eins og sjá má á myndinni verður mikið við haft og hafa nemendur meðal annars blásið upp 1100 blöðrur í öllum regnbogans litum og hengt upp.

Vasques varð heimsfrægur þegar myndskeið birtist á YouTube þar sem hann bókstaflega fellur í stafi yfir tvöföldum regnboga sem hann varð vitni að í þjóðgarði í Bandaríkjunum. Hér má sjá viðbrögð regnbogamannsins, en um 20 milljónir manna hafa horft á þetta tiltekna myndskeið á YouTube.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×