Fréttaskýring: Yfirlýsingagleði sýnir vanda evruríkjanna 18. nóvember 2010 06:00 Fáni Evrópusambandsins (ESB) speglast í rúðu í Dyflinni á Írlandi. Fjármálaráðherrar evruríkja ræddu í vikunni leiðir til að koma í veg fyrir að skuldavandi Íra hefði margfeldisáhrif á önnur skuldsett evrulönd. Fréttablaðið/AP Fjarar undan evrunni? Evrópulönd sem hafa evru sem gjaldmiðil sendu í vikunni frá sér yfirlýsingu vegna stöðu Írlands og áréttuðu vilja sinn til að styðja við landið í skuldavanda þess, allt til að tryggja fjármálastöðugleika í evrulöndunum. Umræðan hefur um margt verið á þá lund í vikunni að verulega halli á evruna. Þannig sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á mánudag að evrulöndin yrðu að vera samstíga ætti evrusvæðið að lifa af. Á Írlandi hefur umræðan svo verið á þá lund að evran kunni jafnvel að vera að líða undir lok. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur þó vandséð að evran sé í miklum vandræðum þótt einstök lönd lendi í vandræðum með bankakerfi sín. Bankavandamálin séu erfið viðureignar en evran virki fremur sem vörn fyrir hagkerfi þeirra við þessar aðstæður en sjálfstætt vandamál. „Ef hún veikist þá er það gott fyrir allar evruþjóðirnar,“ segir hann og bendir á að veikari evra komi til með að efla útflutningsgreinar í skuldsettum evrulöndum og hjálpa til við efnahagsbata þar. Áhugavert verður, að mati Gylfa, að bera saman hvernig Íslandi og Írlandi reiðir af þegar fram í sækir. Staða Íra sé þó betri að því leyti að skuldir þeirra séu ekki verðtryggðar eins og hér og aukist því ekki við veikingu gjaldmiðilsins. Um leið sé Írland útflutningsland sem myndi græða mikið á veikingu evrunnar. „En við erum náttúruauðlindaland sem lítið tekur við sér utan að ferðamönnum fjölgar kannski aðeins.“ Bankavandamál Íra og raunar Spánverja segir Gylfi eiga uppruna sinn í sprunginni fasteignabólu, en vandkvæði Grikklands séu af allt öðrum toga. „Grikkland er með ríkisgeira sem ekki er í lagi,“ segir hann og telur að velta megi því fyrir sér hvort þessi vandræði komi gjaldmiðlinum yfirhöfuð við. „Ef Írar væru með sjálfstæðan gjaldmiðil væru þeir komnir okkar leið. Þeir hefðu ekki getað bjargað sínu myntkerfi,“ segir Gylfi og bendir á að umræðan á vettvangi Evrópusambandsins nú sýni að Írar hafi bakhjarl í sínum efnahagsvandræðum. „Og það er gott, en svo leiðir reynslan bara í ljós hver verður betur staddur, við eða þeir.“ Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir vanda evrusvæðisins hafa legið fyrir frá upphafi. „Hann felst einkum og sér í lagi í því að þarna er skilið á milli fjármálastjórnunar ríkja og peningamálastjórnunar. Menn vissu að þetta myndi leiða til vandræða,“ segir hann en kveður aðildarríki myntbandalagsins ekki hafa verið tilbúin að framselja yfirstjórnunarvald í ríkisfjármálum til sameiginlegrar yfirstjórnar þegar til þess var stofnað. Efnahagsþrengingar þær sem gengið hafa yfir heiminn hafi leitt þessar brotalamir enn fremur í ljós, segir Eiríkur. Hástemmdar yfirlýsingar ráðamanna Evrópusambandsins um vanda skuldsettra evruríkja séu tilraun til að beita þau agavaldi sem ekki fékkst með evrunni á sínum tíma. „Menn vita að til að halda úti gjaldmiðli innan sextán ólíkra ríkja þá þarf meiri samstillingu í ríkisfjármálum en farið var af stað með,“ segir hann og vísar til hugmynda Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að taka upp heimild til að beita ríki sektum sem missi tök á ríkisfjármálum sínum. „Inn í þessa kröfu eru menn nú að tala. Þetta þýðir ekki í alvöru að menn séu að tala um að taka á ný upp gömlu ríkisgjaldmiðlana,“ segir Eiríkur, en útilokar ekki að þróunin gæti leitt til þess að ríkjum sem ekki séu tilbúin að gangast undir aukið boðvald sambandsins í ríkisfjármálum verði hent út úr evrusvæðinu. „En ansi margt þarf að ganga á til að það gæti gerst.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Bergmann Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira
Fjarar undan evrunni? Evrópulönd sem hafa evru sem gjaldmiðil sendu í vikunni frá sér yfirlýsingu vegna stöðu Írlands og áréttuðu vilja sinn til að styðja við landið í skuldavanda þess, allt til að tryggja fjármálastöðugleika í evrulöndunum. Umræðan hefur um margt verið á þá lund í vikunni að verulega halli á evruna. Þannig sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á mánudag að evrulöndin yrðu að vera samstíga ætti evrusvæðið að lifa af. Á Írlandi hefur umræðan svo verið á þá lund að evran kunni jafnvel að vera að líða undir lok. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur þó vandséð að evran sé í miklum vandræðum þótt einstök lönd lendi í vandræðum með bankakerfi sín. Bankavandamálin séu erfið viðureignar en evran virki fremur sem vörn fyrir hagkerfi þeirra við þessar aðstæður en sjálfstætt vandamál. „Ef hún veikist þá er það gott fyrir allar evruþjóðirnar,“ segir hann og bendir á að veikari evra komi til með að efla útflutningsgreinar í skuldsettum evrulöndum og hjálpa til við efnahagsbata þar. Áhugavert verður, að mati Gylfa, að bera saman hvernig Íslandi og Írlandi reiðir af þegar fram í sækir. Staða Íra sé þó betri að því leyti að skuldir þeirra séu ekki verðtryggðar eins og hér og aukist því ekki við veikingu gjaldmiðilsins. Um leið sé Írland útflutningsland sem myndi græða mikið á veikingu evrunnar. „En við erum náttúruauðlindaland sem lítið tekur við sér utan að ferðamönnum fjölgar kannski aðeins.“ Bankavandamál Íra og raunar Spánverja segir Gylfi eiga uppruna sinn í sprunginni fasteignabólu, en vandkvæði Grikklands séu af allt öðrum toga. „Grikkland er með ríkisgeira sem ekki er í lagi,“ segir hann og telur að velta megi því fyrir sér hvort þessi vandræði komi gjaldmiðlinum yfirhöfuð við. „Ef Írar væru með sjálfstæðan gjaldmiðil væru þeir komnir okkar leið. Þeir hefðu ekki getað bjargað sínu myntkerfi,“ segir Gylfi og bendir á að umræðan á vettvangi Evrópusambandsins nú sýni að Írar hafi bakhjarl í sínum efnahagsvandræðum. „Og það er gott, en svo leiðir reynslan bara í ljós hver verður betur staddur, við eða þeir.“ Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir vanda evrusvæðisins hafa legið fyrir frá upphafi. „Hann felst einkum og sér í lagi í því að þarna er skilið á milli fjármálastjórnunar ríkja og peningamálastjórnunar. Menn vissu að þetta myndi leiða til vandræða,“ segir hann en kveður aðildarríki myntbandalagsins ekki hafa verið tilbúin að framselja yfirstjórnunarvald í ríkisfjármálum til sameiginlegrar yfirstjórnar þegar til þess var stofnað. Efnahagsþrengingar þær sem gengið hafa yfir heiminn hafi leitt þessar brotalamir enn fremur í ljós, segir Eiríkur. Hástemmdar yfirlýsingar ráðamanna Evrópusambandsins um vanda skuldsettra evruríkja séu tilraun til að beita þau agavaldi sem ekki fékkst með evrunni á sínum tíma. „Menn vita að til að halda úti gjaldmiðli innan sextán ólíkra ríkja þá þarf meiri samstillingu í ríkisfjármálum en farið var af stað með,“ segir hann og vísar til hugmynda Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að taka upp heimild til að beita ríki sektum sem missi tök á ríkisfjármálum sínum. „Inn í þessa kröfu eru menn nú að tala. Þetta þýðir ekki í alvöru að menn séu að tala um að taka á ný upp gömlu ríkisgjaldmiðlana,“ segir Eiríkur, en útilokar ekki að þróunin gæti leitt til þess að ríkjum sem ekki séu tilbúin að gangast undir aukið boðvald sambandsins í ríkisfjármálum verði hent út úr evrusvæðinu. „En ansi margt þarf að ganga á til að það gæti gerst.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Bergmann
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira