Erlent

Nýtt líf í Titanic

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Örverur hafa tekið sér bólfestu í Titanic. Mynd/ afp.
Örverur hafa tekið sér bólfestu í Titanic. Mynd/ afp.
Vísindamenn hafa uppgötvað að nýjar överur hafa tekið sér bólfestu í flaki Titanic. Vísindamennirnir telja að til langs tíma geti þessi uppgötvun orðið til þess að koma megi í veg fyrir stórkostleg olíumengunarslys í framtíðinni.

Örverurnar hafa fengið heitið „Halomonas titanicae" og vísar heitið til þess að överurnar nærast á efni úr flakinu. Vísindamennirnir sem uppgötvuðu örverurnar hafa birt grein um uppgötvunina í vísindaritinu Journal of Systematic and Evolutionary Microbiology.

Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 með þeim afleiðingum að meira en 1500 manns fórust.

Það var danska blaðið Jyllands Posten sem greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×