Bush undirbjó árás á Íran og íhugaði að ráðast á Sýrland 12. nóvember 2010 03:15 Bush segir það hafa verið „slæma sviðsetningu“ að stilla sér upp fyrir framan áletrunina „Mission Accomplished“ eða „Verkefni lokið“ þegar hann lýsti því yfir að meiriháttar hernaði í Írak væri lokið strax í byrjun maí árið 2003.nordicphotos/AFP Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, segir að George W. Bush segi ekki rétt frá samskiptum þeirra í ævisögu sinni, sem kom út í vikunni. Schröder hafnar því að hafa lofað stuðningi Þýskalands við innrás í Írak, en Bush segir í bókinni að Schröder hafi svikið það loforð. Schröder segist hins vegar eingöngu hafa lofað stuðningi ef í ljós kæmi að Írakar hefðu skotið skjólshúsi yfir þá sem báru ábyrgð á árásunum 11. september 2001. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagt að ekkert sé hæft í þeirri fullyrðingu Bush að Bandaríkjamönnum hafi tekist að bjarga mannslífum í Bretlandi með því að ná mikilvægum upplýsingum með pyntingum út úr föngum í Guantanamo-búðunum. Bush viðurkennir í bókinni að hafa gefið samþykki sitt fyrir því að þrír fangar yrðu beittir vatnspyntingum. Hann segist reyndar ekki líta svo á að vatnspyntingar séu pyntingar, þótt Bandaríkin hafi til þessa jafnan kallað það pyntingar þegar bandarískir stríðsfangar hafa orðið fyrir þessari meðferð. „Enginn vafi leikur á því að þetta var harkaleg aðferð, en læknar fullvissuðu leyniþjónustuna um að hún ylli engum varanlegum skaða,“ segir hann í bókinni. Í ævisögu sinni viðurkennir Bush einnig að hafa látið skipuleggja árás á Íran og verið við því búinn að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Þá viðurkennir hann einnig að hafa íhugað hvort gera ætti árás á Sýrland að beiðni Ísraelsstjórnar, sem óttaðist að Sýrlendingar væru með kjarnorkuver í smíðum. „Við skoðuðum hugmyndina ítarlega en leyniþjónustan CIA og herinn komust að þeirri niðurstöðu að það væri of mikil áhætta fólgin í því að lauma árásarsveit inn í Sýrland og út aftur,“ segir Bush í ævisögunni. Bush viðurkennir margvísleg mistök í ævisögu sinni, sem kom út í gær og nefnist Decision Points. Meðal annars segir hann ýmis mistök hafa verið gerð í stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Hins vegar segist hann enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að ráðast á Írak. Bush segist jafnan hafa reynt að taka vel á móti allri gagnrýni á sig, en einhverra hluta vegna situr í honum mótmælaskilti sem blasti við þegar hann hitti Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 2003 á pöbbnum Dun Cow í smábænum Sedgefield í Englandi: „Mad Cowboy Disease“ stóð á skiltinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, segir að George W. Bush segi ekki rétt frá samskiptum þeirra í ævisögu sinni, sem kom út í vikunni. Schröder hafnar því að hafa lofað stuðningi Þýskalands við innrás í Írak, en Bush segir í bókinni að Schröder hafi svikið það loforð. Schröder segist hins vegar eingöngu hafa lofað stuðningi ef í ljós kæmi að Írakar hefðu skotið skjólshúsi yfir þá sem báru ábyrgð á árásunum 11. september 2001. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagt að ekkert sé hæft í þeirri fullyrðingu Bush að Bandaríkjamönnum hafi tekist að bjarga mannslífum í Bretlandi með því að ná mikilvægum upplýsingum með pyntingum út úr föngum í Guantanamo-búðunum. Bush viðurkennir í bókinni að hafa gefið samþykki sitt fyrir því að þrír fangar yrðu beittir vatnspyntingum. Hann segist reyndar ekki líta svo á að vatnspyntingar séu pyntingar, þótt Bandaríkin hafi til þessa jafnan kallað það pyntingar þegar bandarískir stríðsfangar hafa orðið fyrir þessari meðferð. „Enginn vafi leikur á því að þetta var harkaleg aðferð, en læknar fullvissuðu leyniþjónustuna um að hún ylli engum varanlegum skaða,“ segir hann í bókinni. Í ævisögu sinni viðurkennir Bush einnig að hafa látið skipuleggja árás á Íran og verið við því búinn að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Þá viðurkennir hann einnig að hafa íhugað hvort gera ætti árás á Sýrland að beiðni Ísraelsstjórnar, sem óttaðist að Sýrlendingar væru með kjarnorkuver í smíðum. „Við skoðuðum hugmyndina ítarlega en leyniþjónustan CIA og herinn komust að þeirri niðurstöðu að það væri of mikil áhætta fólgin í því að lauma árásarsveit inn í Sýrland og út aftur,“ segir Bush í ævisögunni. Bush viðurkennir margvísleg mistök í ævisögu sinni, sem kom út í gær og nefnist Decision Points. Meðal annars segir hann ýmis mistök hafa verið gerð í stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Hins vegar segist hann enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að ráðast á Írak. Bush segist jafnan hafa reynt að taka vel á móti allri gagnrýni á sig, en einhverra hluta vegna situr í honum mótmælaskilti sem blasti við þegar hann hitti Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 2003 á pöbbnum Dun Cow í smábænum Sedgefield í Englandi: „Mad Cowboy Disease“ stóð á skiltinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira