Innlent

Borgarstjórnin öll rauðnefjuð

Jón Gnarr hefur frá upphafi stutt Dag rauða nefsins. Óttarr Proppé og Dagur B. Eggertsson láta ekki sitt eftir liggja.Fréttablaðið/Vilhelm
Jón Gnarr hefur frá upphafi stutt Dag rauða nefsins. Óttarr Proppé og Dagur B. Eggertsson láta ekki sitt eftir liggja.Fréttablaðið/Vilhelm
Jón Gnarr, borgar­stjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim.

Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem ýtti sölu nefjanna úr vör þegar Dagur rauða nefsins var haldinn í fyrsta skipti hér á landi árið 2006. Jón Gnarr lagði átakinu lið strax þá, þegar hann var skemmtikraftur.

Dagur rauða nefsins var haldinn aftur árið 2009 og verður haldinn í þriðja sinn hinn 3. desember næstkomandi á vegum UNICEF á Íslandi. Söfnunin nær hámarki þegar landslið leikara og skemmtikrafta kemur saman þá um kvöldið í sjónvarpsútsendingu söfnunarátaksins á Stöð 2.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×