Innlent

Atkvæði greidd um ESB í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir er formaður flokksráðs VG.
Katrín Jakobsdóttir er formaður flokksráðs VG.
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefst að nýju í dag með því að greidd verða atkvæði um ályktanir sem liggja fyrir fundinum. Þar ber hæst að nefna ályktanir um Evrópusambandsmál, en sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis í gær, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. Í annarri ályktun sem fleiri atkvæðabærir flokksmenn flytja, er lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina og þar með að viðræðurnar haldi áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×