Niðurstaða í Icesave kemur Bjarna ekki á óvart 16. nóvember 2010 11:56 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Betri niðurstaða í Icesave málinu sem nú stefnir í kemur ekki á óvart, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi fylgst vel með samningaferlinu og orðiðáskynja að mikill árangur hafi náðst. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hafa samninganefndir Íslands og Breta og Hollendinga komið sér saman um grundvallaratriði í nýju samkomulagi um lausn á Icesave deilunni. Heimildir fréttastofu herma að viðsemjendur Íslands hafi gefið talsvert eftir í kröfum sínum og séu tilbúnir að semja um 3% vexti og 9 mánaða vaxtahlé. Horfur um endurheimtur á eignum Landsbankans hafa nú aldrei verið betri og ef það er tekið inn í myndina, stefnir í að 40-60 milljarðar falli á ríkissjóð í mesta lagi. Að mestu leyti væri um að ræða vaxtakostnað. Upphæðin sem hér um ræðir byggir á ákveðnum forsendum um núvirðingu greiðslnanna sem falla á ríkissjóð á komandi árum, og fer upphæðin því eftir forsendum um núvirðingu. Þó er um að ræða mun lægri kostnað fyrir ríkissjóð en fyrri samningar gerðu ráð fyrir, meðal annars samkomulagið sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári. Nokkur lagaleg atriði standa þó enn út af borðinu og er samningurinn ekki að fullu frágenginn. Samkomulagið sem er í smíðum hefur verið kynnt hagsmunaaðilum, en ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fundaði meðal annars með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Þá hefur stjórnarandstaðan verið upplýst um gang mála, nú síðast á fundi fyrir nokkrum vikum en Lárus Blöndal er fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hann hafi stutt samningaferlið og fylgst náið með framvindunni. Bjarni segist hafa orðið þess áskynja að mikill árangur hafi náðst og því komi betri niðurstaða honum ekki á óvart. Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira
Betri niðurstaða í Icesave málinu sem nú stefnir í kemur ekki á óvart, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi fylgst vel með samningaferlinu og orðiðáskynja að mikill árangur hafi náðst. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hafa samninganefndir Íslands og Breta og Hollendinga komið sér saman um grundvallaratriði í nýju samkomulagi um lausn á Icesave deilunni. Heimildir fréttastofu herma að viðsemjendur Íslands hafi gefið talsvert eftir í kröfum sínum og séu tilbúnir að semja um 3% vexti og 9 mánaða vaxtahlé. Horfur um endurheimtur á eignum Landsbankans hafa nú aldrei verið betri og ef það er tekið inn í myndina, stefnir í að 40-60 milljarðar falli á ríkissjóð í mesta lagi. Að mestu leyti væri um að ræða vaxtakostnað. Upphæðin sem hér um ræðir byggir á ákveðnum forsendum um núvirðingu greiðslnanna sem falla á ríkissjóð á komandi árum, og fer upphæðin því eftir forsendum um núvirðingu. Þó er um að ræða mun lægri kostnað fyrir ríkissjóð en fyrri samningar gerðu ráð fyrir, meðal annars samkomulagið sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári. Nokkur lagaleg atriði standa þó enn út af borðinu og er samningurinn ekki að fullu frágenginn. Samkomulagið sem er í smíðum hefur verið kynnt hagsmunaaðilum, en ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fundaði meðal annars með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Þá hefur stjórnarandstaðan verið upplýst um gang mála, nú síðast á fundi fyrir nokkrum vikum en Lárus Blöndal er fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hann hafi stutt samningaferlið og fylgst náið með framvindunni. Bjarni segist hafa orðið þess áskynja að mikill árangur hafi náðst og því komi betri niðurstaða honum ekki á óvart.
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira