Erlent

Tekinn með kókaín í páskaeggjum rétt fyrir jól

Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles stöðvuðu karlmann í síðustu viku sem vakti sérstaka eftirtekt þeirra. Maðurinn var nefnilega með fáein páskaegg í fórum sínum sem tollvörðunum þótti heldur undarlegt í ljósi þess að tveir dagar voru til jóla. Í eggjunum var hvítt duft sem reyndist vera rúm sex kíló af kókaíni.

„Hann var með vitlaust sælgæti fyrir þessa hátíð og það vakti athygli okkar fólks," segir Lee Harty, talsmaður Toll- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Claude Arnold, hjá heimavarnaráðuneytinu, segir smyglara stanslaust reyna að finna upp á nýstárlegum leiðum til koma fíkniefnum á milli landa og þetta hafi sannarlega verið ein af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×