Erlent

BP tókst að stöðva olíulekann

BP olíufélaginu hefur tekist að stöðva alveg lekann úr olíuleiðslunni á Mexíkóflóa í fyrsta sinn síðan hann hófst í apríl síðastliðnum.

Búið er að koma nýrri hettu fyrir á olíuleiðslunni og álagsprófanir sem verið hafa í gangi sína að lekinn hefur stöðvast. Þeim prófunum er þó ekki að fullu lokið.

Eftir að fréttir bárust um að tekist hefði að stöðva lekann hækkuðu hlutir í BP töluvert í verði á hlutabréfamörkuðum en verð hlutanna hefur rýrnað um helming á þeim tíma sem liðinn er frá því að lekinn hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×