Erlent

Kista Lee Harwey Oswalds til sölu

Óli Tynes skrifar
Næturklúbbaeigandinn Jack Ruby skaut Oswald til bana tveim dögum eftir morðið á Kennedy.
Næturklúbbaeigandinn Jack Ruby skaut Oswald til bana tveim dögum eftir morðið á Kennedy.

Kistan sem var notuð til þess að jarðsetja Lee Harwey Oswald morðingja Kennedys Bandaríkjaforseta verður seld á uppboði í Los Angeles í næstu viku. Kennedy var myrtur 22 nóvember árið 1963. Oswald var sjálfur skotinn til bana tveim dögum eftir morðið og jarðsettur í furukistunni sem nú er til sölu. Ástæðan fyrir því að kistan er ofanjarðar er sú að ein af samsæriskenningunum í sambandi við morðið var sú að rússneskur njósnari hefði „stolið" persónu Oswalds til þess að myrða forseta Bandaríkjanna.

Að ósk Marinu, ekkju Oswalds var hann því grafinn upp árið 1981 og lífsýni tekin. Þau sýndu svo ekki varð um villst að það var Oswald sem lá í kistunni. Hann var svo jarðsettur aftur í nýrri kistu. Á uppboðinu verða einnig áhöld þau sem notuð voru til að snyrta lík Oswalds á sínum tíma, dánarvottorð hans, páskakort sem hann sendi bróður sínum og hluti af bílsætinu sem Kennedy sat í þegar hann var skotinn.

Uppboðshaldarinn segir að lágmarksboð í kistuna verði 1000 dollarar. Hann á þó von á að hún seljist fyrir miklu meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×